Ofurhugar í miðnætursjósundi á Garðskaga
Það voru sannkallaðir ofurhugar sem skelltu sér í sjósund á Garðskaga skömmu eftir sólsetur á miðnætti í gær. Hópur sjósundkappa skellti sér í sjóinn eftir að hafa tekið þátt í þriggja tíma fróðlegri gönguferð með sjávarsíðunni frá Stóra Hólmi í Leiru að Garðskagavita.
Að sögn sjósundkappanna var sjávarhitinn með ágætum þó svo fyrstu skrefin út í sjóinn hafi reynst mörgum köld og erfið.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við Garðskagavita í gærkvöldi þegar fólkið skellti sér í sjóinn.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson