HS Veitur
HS Veitur

Mannlíf

Of Monsters and Men lék í Saturday Night Live
Mánudagur 6. maí 2013 kl. 10:38

Of Monsters and Men lék í Saturday Night Live

- Hangover stjarnan Zach Galifianakis kynnti Of Monster and Men til leiks í Saturday Night Live

Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men lék á laugardagskvöld í hinum heimþekkta skemmtiþætti, Saturday Night Live, sem sýndur er á NBC sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum. Í sveitinni eru þau Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Brynjar Leifsson sem eru frá Suðurnesjum.

Sveitin lék lögin Little Talks og Mountain Song í þættinum. Zach Galifianakis var kynnir þáttarins en hann er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Hangover myndunum.

Brynar gítarleikari tók einmitt mynd af sér með Galifianakis sem sjá má hér að neðan.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25


Brynjar Leifsson og leikarinn Zach Galifianakis.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025