Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Of Monsters and Men lék í Saturday Night Live
Mánudagur 6. maí 2013 kl. 10:38

Of Monsters and Men lék í Saturday Night Live

- Hangover stjarnan Zach Galifianakis kynnti Of Monster and Men til leiks í Saturday Night Live

Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men lék á laugardagskvöld í hinum heimþekkta skemmtiþætti, Saturday Night Live, sem sýndur er á NBC sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum. Í sveitinni eru þau Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Brynjar Leifsson sem eru frá Suðurnesjum.

Sveitin lék lögin Little Talks og Mountain Song í þættinum. Zach Galifianakis var kynnir þáttarins en hann er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Hangover myndunum.

Brynar gítarleikari tók einmitt mynd af sér með Galifianakis sem sjá má hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Brynjar Leifsson og leikarinn Zach Galifianakis.