Of Monsters and Men í Opna breska
	Opna breska meistaramótið í golfi hófst í morgun á Royal Lytham & St. Annes í Englandi. Aðstæður eru allar hinar bestu og eru margir kylfingar að leika vel. Tiger Woods, Bubba Watson, Graeme McDowell og Adam Scott eru á meðal þeirra sem hafa byrjað vel í dag.
	
	Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men er óvæntur þátttakandi í Opna breska í ár. Í útsendingu BBC frá mótinu hefur lag sveitarinnar, Little Talks, hljómað undir þegar sýnd er samantekt frá hringnum. Íslendingar eiga því sinn þátttakanda á Opna breska í ár.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				