Of Monsters And Men Bjartasta vonin
Hljómsveitin Of Monsters And Men, sem slegið hefur rækilega í gegn að undanförnu, var í gær valin Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum sem fram fóru í Hörpunni. Það voru hlustendur Rásar 2 sem kusu Björtustu vonina en Valdimar Guðmundsson var einnig tilnefndur í þeim flokki.
Hjálmar fengu svo ein verðlaun á hátíðinni sem var með glæsilegasta móti, en það var í flokknum plötuumslag ársins, fyrir plötuna Órar - Hönnun Bobby Breiðholt og Jonina de la Rosa.
Úrslit hátíðarinnar má sjá hér.