ÓB Ráðgjöf gefur út handbók
ÓB Ráðgjöf hefur gefið út handbókina "Að alast upp aftur: Annast okkur sjálf, annast börnin okkar". Bókin er eftir Jean Illsley Clarke og Connie Dawson í þýðingu Helgu Ágústsdóttur. Yfirfarið af Sigurði A. Magnússyni. Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu-og stjórnunarráðgjafi og Bjarni Þórarinsson fjölskyldu-og vímuefnaráðgjafi hjá ÓB Ráðgjöf hafa haldið námskeið og unnið við ráðgjöf með foreldra undanfarin ár og seigja bókina sem er frá Hazelden Foundation vera þá bestu um uppeldi og sjálfsstyrkingu sem þeir hafa kynnst. Bókin er lofuð af sérfræðingum og almenningi hér á landi og þar, sem hún hefur komið út. Stefán Karl Stefánsson leikari og stofnandi Regnbogabarna seigir í umsögn sinni „Ef þér þykir vænt um börn lestu þá þessa bók”.
Í bókinni eru kynntar aðferðir sem hafa hjálpað þúsundum foreldra til að sinna foreldrahlutverkinu. Lögð er áhersla á að lesandinn skilji sjálfan sig betur og mikilvægi þess að hann annist sjálfan sig til þess að vera betur í stakk búinn að sinna þörfum barna sinna.
Að alast upp aftur veitir upplýsingar um formgerð og næringu sem skiptir svo miklu máli fyrir heilbrigði barna og þroska og einnig er nauðsynlegt fyrir hina fullorðnu.
Höfundar bókarinnar miðla upplýsingum, sem allir uppalendur ættu að hafa, um aldur og þroskastig barna. Þá er fjallað um þarfir samsettra fjölskyldna og ættleiddra barna. Í bókinni er einnig tekið á samskiptum para á meðgöngunni, en einnig þegar kemur að okkar síðustu ævidögum og þeim vaxandi vanda sem stafar af ofdekrun barna.
Í bókinni eru kynntar aðferðir sem hafa hjálpað þúsundum foreldra til að sinna foreldrahlutverkinu. Lögð er áhersla á að lesandinn skilji sjálfan sig betur og mikilvægi þess að hann annist sjálfan sig til þess að vera betur í stakk búinn að sinna þörfum barna sinna.
Að alast upp aftur veitir upplýsingar um formgerð og næringu sem skiptir svo miklu máli fyrir heilbrigði barna og þroska og einnig er nauðsynlegt fyrir hina fullorðnu.
Höfundar bókarinnar miðla upplýsingum, sem allir uppalendur ættu að hafa, um aldur og þroskastig barna. Þá er fjallað um þarfir samsettra fjölskyldna og ættleiddra barna. Í bókinni er einnig tekið á samskiptum para á meðgöngunni, en einnig þegar kemur að okkar síðustu ævidögum og þeim vaxandi vanda sem stafar af ofdekrun barna.