Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Nýtur náttúrunnar úr fisflugvél
Föstudagur 21. október 2016 kl. 06:00

Nýtur náttúrunnar úr fisflugvél

Heiða Rós Hauksdóttir, Reykjanesbæ, 2. sæti Flokkur fólksins

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í framboð?
Því mig langar að reyna að breyta sem mestu fyrir fólkið í landinu.


Hvað vilt þú sjá gerast á Suðurnesjum á næsta kjörtímabili? Launahækkun í 300.000 krónur útborguð laun hjá öldruðum, öryrkjum og láglauna fólki. Vil afnema verðtryggingu og keyra niður okurvexti þannig að þeir verði ekki hærri en best þekkist í löndunum í kringum okkur. Þannig verður unga fólkinu gert kleift að eignast sitt eigið húsnæði og hafa efni á að fæða og klæða börnin sín og geta leyft þeim að stunda íþróttir og aðrar tómstundir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hverja telur þú möguleika þíns framboðslista í kjördæminu í kosningunum í lok mánaðarins?
Ég er svo bjartsýn, við förum alla leið.

Hvað færð þú þér oftast í morgunmat?
Ab-mjólk.

Hvar lætur þú klippa þig?
Aníta Inga Arnarsdóttir klippir mig.

Uppáhalds útvarpsmaður?
Svali og Svavar á K100.

Hver væri titill ævisögu þinnar?
Líf og fjör Heiðu.

Innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar?
Nei, ekki eins og er.

Fallegasti staður á Suðurnesjum?
Þegar ég flýg á træk (vélknúnum svifdreka) og Kolbeini, fisflugvél Bjarna vinar míns yfir Reykjanesið og Bláa lónið, þá sé ég fallegasta landsvæðið á Suðurnesjum.

Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið?
Að eignast stelpuna mína hana Sædísi Ósk.

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í?
Þegar ég hrasaði í fjörunni í Keflavík að lokinni flugeldasýningu á Ljósanótt, og brákaði á mér olnbogann. Það neyðarlegasta við það atvik var það hversu margir sáu það.

Dagblað eða net á morgnana?
Netið.

Sameinuð sveitarfélög á Suðurnesjum eða áfram eins og nú?
Áfram eins og það er.