Nýtt myndband frá Of Monsters And Men
Draumkennt og drungalegt
Hljómsveitin Of Monsters And Men hefur sent frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið King and Lionheart. Myndbandið virðist gerast í sama draumkennda heimi og myndbandið við smellinn Little talks sem vakti mikla athygli.
Framleiðslufyrirtækið We Were Monkeys kemur að gerð myndbandsins eins og með Little talks. Myndbandið má sjá hér að neðan.