Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Nýtt lag og myndband frá OMAM
  • Nýtt lag og myndband frá OMAM
Þriðjudagur 28. apríl 2015 kl. 15:48

Nýtt lag og myndband frá OMAM

- I Of the Storm.

Hljómsveitin Of Monsters and Men frumsýndi í dag nýtt myndband af nýjustu plötu sinni Beneath the Skin, sem kemur út hér á landi 8. júní á vegum Record Records. Lagið heitir I Of The Storm og á svipaðan hátt og í myndbandinu Crystals er ein manneskja í hlutverki við að 'syngja' lagið. Í þetta sinn er um að ræða förðunarfræðinginn og fyrrum Garðbúann Atla Frey Demant. 

Það má búast við miklu af sveitinni á næstunni og er óhætt að segja að margt hafi gerst síðan fyrsta breiðskífa þeirra kom út á Íslandi árið 2011 en hún hefur selst í tveim milljónum eintaka á heimsvísu.  
Frá árinu 2011 hefur sveitin spilað marga eftirminnilega tónleika á hátíðum á borð við Lollapalooza, Bonnaroo, Coachella, Iceland Airwaves, Newport Folk Festival, Osheaga, Glastonbury, Reading and Leeds, Pukkelpop og Splendour In The Grass auk fjölda annarra uppseldra tónleika um allan heim.  Þau hafa heillað sjónvarpsáhorfendur í þáttum á borð The Tonight Show með Jay Leno, Late Show með Jimmy Fallon, The Graham Norton Show og Saturday Night Live.  Einnig lánaði sveitin lagið sitt „Dirty Paws“ í kynningarmyndbrot á kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty og í kynningarmyndband fyrir iPhone 5, auk þess sem lagið „Silhouettes“ var sérsamið fyrir kvikmyndina The Hunger Games: Catching Fire.
 
Hér er myndbandið: 
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024