Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nýtt lag með Hjálmum komið út
Miðvikudagur 6. maí 2015 kl. 08:50

Nýtt lag með Hjálmum komið út

„Undir fót“

Hjálmar hafa sent frá sér glænýtt lag sem nefnist „Undir fót“ en lag og texti eru eftir Sigurð Guðmundsson. Hjálmar hafa verið við upptökur í Hljóðrita í Hafnarfirði undanfarið og er þetta afraksturinn af því.

Hljómsveitin fagnaði 10 ára afmæli á síðasta ári og gaf út bestulagaplötu af því tilefni. Annars hafa Hjálmar haft hægt um sig enda hefur meirihluti hljómsveitarmeðlima ferðast um heiminn með Ásgeiri Trausta síðastliðin tvö ár og Sigurður Guðmundsson er eins og er búsettur í Noregi, þaðan sem hann hefur m.a. gert út með norska tónlistarmanninum Erlend Oye úr Kings of Convenience.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjálmar koma fram á Secret Solstice hátíðinni í Laugardalnum föstudaginn 19. júní.

Hér eru hlekkir á nýja lagið: 

Dropbox

Tónlist.is