Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nýtt gallerí opnar í Keflavík
Fimmtudagur 4. mars 2010 kl. 10:17

Nýtt gallerí opnar í Keflavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gallery 8 til húsa við Hafnargötu 26 í Reykjanesbæ, opnaði sl. föstudag. Á bak við gallerýið standa 8 konur. Í gallerýinu er boðið upp á list af ýmsum toga sem unnin er í plexý, gler, ull, leður, smíðajárn, nýsilfur, pappamassa o.fl.

Konurnar átta eru: Dröfn Guðmundsdóttir, Hildur Harðardóttir, Hjördís Hafnfjörð, Ingibjörg Magnúsdóttir, Íris Jónsdóttir, Kolbrún Valdimarsdóttir, Steinunn Guðnadóttir og Sveindís Valdimarsdóttir.

Þær munu hafa opið á virkum dögum frá kl. 13 til 18 og á laugardögum frá kl 11 til 16. Eins hafa þær í bígerð að hafa uppákomur í gallerýinu fyrsta laugardag í hverjum mánuði og eru líka tilbúnar að taka á mótum hópum. Þær segja að viðtökurnar hafi verið frábærar og sjá bara bjart framundan.

Þó Galleríkonurnar séu allar svartklæddar á myndinni þá eru þær mjög bjartsýnar með framtíð nýja gallerýsins. Hinar myndirnar eru teknar í hinu nýja gallerýi.