Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nýr vefur Víkingaheima
Víkingaheimar að sumri til.
Föstudagur 20. desember 2013 kl. 15:30

Nýr vefur Víkingaheima

Í dag var hleypt af stokkunum nýjum og endurbættum upplýsingavef fyrir Víkingaheima, vikingaheimar.is, sem unninn hefur verið í samstarfi við vefhönnunarfyrirtækið Kosmos & Kaos.

Á vefnum er gerð grein fyrir þeim sýningunum sem eru í sýningarhúsinu og þeirri starfsemi og aðstöðu sem Víkingaheimar bjóða upp á. Með Víkingaheimum er ekki eingöngu átt við sýningarhúsið sjálft heldur einnig svæðið í kring þar sem er landnámsdýragarður, starfræktur á sumrin, útikennslustofa í Narfakotsseylu og útileiksvæði sem er í þróun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Allt efni á vefnum er aðgengilegt bæði á íslensku og ensku og er það von þeirra sem að honum standa að hann megi verða til að kynna betur þær metnaðarfullu sýningar sem gestum standa til boða í glæsilegu sýningarhúsi Víkingaheima og laða þannig að fleiri gesti, ekki síst erlenda ferðamenn.

Aðalsýningargripur og helsta aðdráttarafl Víkingaheima er að sjálfsögðu hið glæsilega víkingaskip Íslendingur, nákvæm eftirlíking af níundu aldar víkingaskipi, sem smíðað var af skipasmiðnum Gunnari Marel Eggertssyni sem sigldi því, eins og frægt er, til New York árið 2000 í tilefni landafunda Leifs heppna 1000 árum áður.