Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nýr píanókonsert eftir Eirík Árna
Þriðjudagur 18. mars 2014 kl. 08:08

Nýr píanókonsert eftir Eirík Árna

- frumfluttur í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 23. apríl

Frumfluttur verður nýr píanókonsert eftir Eirík Árna Sigtryggsson í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 23. apríl kl. 17:00. Flytjendur eru Tinna Þorsteinsdóttir og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna undir stjórn Oliver Kentis.

Píanókonsertinn „GRÚI“ var saminn árið 2011.

Nafnið „Grúi“ kom þannig til. Kunningi tónskáldsins kom óvænt í heimsókn og sá handritið af konsertinum í vinnslu. Sá horfði lengi á handritið og varð að orði: „Þetta er nú meiri nótnagrúinn“. Þarna var nafnið komið.

Konsertinn er saminn fyrir „litla“ sinfóníuhljómsveit þ.e. hljómsveit aðeins stærri en þá sem Mozart notaði.

Tinna Þorsteinsdóttir er nýr verðlaunahafi DV og hefur frumflutt marga nýja píanókonserta, ásamt nýrri píanótónlist yfirleitt.

Sinfóníuhljómsveit áhugamanna hefur einnig frumflutt mörg ný tónverk og náð mjög góðum árangri undir stjórn Olivers Kentis.

Eiríkur Árni hefur samið ótal tónverk, stór og smá, sem hafa verið flutt víða m.a. af Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Skemmst er að minnast söngtónleika í Stapa, þar sem voru frumflutt 20 sönglög eftir hann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024