Nýr kokteilbar á Park Inn
Nýr kokteilbar og „lounge“ var formlega opnaður á Park Inn hótelinu í Keflavík nýlega. Breytingarnar eru í stíl við veitingastaðinn Library sem var opnaður á síðasta ári.
Arnar Gauti Sverrisson, hönnuður og lífskúnster sem sá um hönnun Library, sá um þessar breytingar og segist afar sáttur með þær. Áhersla sé lögð á kokteila og að fólk geti átt góða stund í næði á „happy hour“.
Boðið var til sumarfagnaðar í kosningavikunni og mætti fjöldi fólks. Boðið var upp á veitingar og voru gestir afar sáttir með þessar breytingar en Library hefur fengið mjög góðar móttökur hjá heimamönnum og erlendum gestum.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í sumarfagnaðinum.