Nýr kafli hefst hjá Kadeco - sjáið myndirnar!
Nýr kafli hófst hjá Kadeco, Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ehf., þegar fjármálaráðherra, fulltrúar frá Isavia, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ undirrituðu viljayfirlýsingu um framtíðarhlutverk félagsins. Í því felst mótun skipulags á svæðinu sem umlykur flugverndarsvæði Keflavíkurflugvallar, þróun þess og landnýtingu til hagsældar fyrir svæðið í heild. Svæðið sem félagið hefur til umsýslu er eitt verðmætasta landsvæði í eigu ríkissjóðs. Það er um 60 ferkílómetrar að stærð en þess má geta að Ásbrú er um 1/60 af því svæði.
Þegar yfirlýsingin hafði verið undirrituð var viðstöddum boðið til fagnaðar þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar.
Ljósmyndir: OZZO