Nýr gervigrassparkvöllur vígður í Garði
Nýr gervigrassparkvöllur var vígður í Garði í dag. Völlurinn er samstarfsverkefni KSÍ og Sveitarfélagsins Garðs í samstarfi við Eimskip, Olís, VÍS og KB banka.
Eyjólfur Sverrisson frá KSÍ og Ingimundur Guðnason, forseti bæjarstjórnar Garðs opnuðu völlinn formlega.
Þá skoraði Eyjólfur Gíslason fyrsta formlega markið hjá Gísla Heiðarssyni, fyrrum markverði Víðis.
Við þetta tækifæri afhenti KSÍ Gerðaskóla tvo knetti að gjöf, en boltarnir voru notaðir á síðasta Evrópumóti í knattspyrnu.
Þá fékk knattspyrnufélagið Víðir að gjöf 20 æfingabolta fyrir yngri kynslóðina.
Gervigrassparkvöllurinn er við Gerðaskóla í Garði og er mikið notaður af fótboltafólki á öllum aldri. Aðbúnaður er góður og völlurinn upplýstur og vel afgirtur.
Völlurinn í Garði er númer 64 yfir slíka velli hér á landi sem gerðir hafa verið í miklu átaki KSÍ og samstarfsaðila, en þar ræður þó mestu framlag hvers sveitarfélags. Á þessu ári er ætlunin að opna 50 nýja sparkvelli víða um land.
Mynd: Frá sparkvellinum í Garði sem var vígður formlega í dag. VF-Hilmar Bragi.
Eyjólfur Sverrisson frá KSÍ og Ingimundur Guðnason, forseti bæjarstjórnar Garðs opnuðu völlinn formlega.
Þá skoraði Eyjólfur Gíslason fyrsta formlega markið hjá Gísla Heiðarssyni, fyrrum markverði Víðis.
Við þetta tækifæri afhenti KSÍ Gerðaskóla tvo knetti að gjöf, en boltarnir voru notaðir á síðasta Evrópumóti í knattspyrnu.
Þá fékk knattspyrnufélagið Víðir að gjöf 20 æfingabolta fyrir yngri kynslóðina.
Gervigrassparkvöllurinn er við Gerðaskóla í Garði og er mikið notaður af fótboltafólki á öllum aldri. Aðbúnaður er góður og völlurinn upplýstur og vel afgirtur.
Völlurinn í Garði er númer 64 yfir slíka velli hér á landi sem gerðir hafa verið í miklu átaki KSÍ og samstarfsaðila, en þar ræður þó mestu framlag hvers sveitarfélags. Á þessu ári er ætlunin að opna 50 nýja sparkvelli víða um land.
Mynd: Frá sparkvellinum í Garði sem var vígður formlega í dag. VF-Hilmar Bragi.