Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Nýr bæjarstjóri í kjölfar Búsáhaldabyltingar
Mánudagur 4. janúar 2010 kl. 15:26

Nýr bæjarstjóri í kjölfar Búsáhaldabyltingar

„Á árinu sem var að líða er mér eftirminnilegast Búsáhaldabyltingin, sem gerð var í upphafi árs, og þær miklu hræringar sem urðu á Alþingi í kjölfar þess. Þessar hræringar urðu líka til þess að nýr bæjarstjóri var ráðinn í Garðinum. Ekki síður er hinn óskiljanlegi gjörningur Icesave mér minnistæður,“ segir Einar Jón Pálsson, bæjarfulltrúi í Garði í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Fyrir mig persónulega var þó ferðalag með fjölskyldunni umhverfis landið í sumar minnistæðast því það er fátt betra en vera með fjölskyldunni í náttúru landsins“.



- Setur þú þér eitthvað áramótaheit?


„Ég hef nú ekki oft sett mér ákveðin áramótaheit en það hefur komið fyrir. Ég nota þennan tíma til að hugsa til baka og skoða hvað ég get betur gert á komandi ári. Við verðum að skoða fortíðina og læra af henni til að geta bætt okkur og gert betur. Kanski má að vissu leyti segja að þannig setji ég mér áramótaheit,“ segir Einar Jón Pálsson að endingu.