Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nýr aðili í ferðaþjónustu
Föstudagur 30. nóvember 2007 kl. 13:40

Nýr aðili í ferðaþjónustu

Þorsteinn G. Kristjánsson í Grindavík hóf nýlega störf í ferðamannaþjónustunni og ætlar sér góða hluti í rekstri hópferðabifreiðar á sínu svæði á Reykjanesinu.  Bíllinn sem um ræðir er 17 farþega Sprinter með 6 strokka, 184 hestafla vél. Bíllinn er sjálfskiptur og með öllum þeim þægindum sem þurfa þykir í rútu sem þessa.
 
Þorsteinn mun hefja skipulagðar ferðir milli Bláa Lónsins og Grindavíkur sem hann nefnir ,,Salty Tour" og býður þar leiðsögn og skemtilegar ferðir um Grindavík með viðkomu í Saltfisksetrinu.
 
Einnig mun Þorsteinn sinna þjónustu fyrir Grindavíkurbæ.

Af vefsíðu Grindavíkurbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024