Nýr aðili í ferðaþjónustu
Þorsteinn G. Kristjánsson í Grindavík hóf nýlega störf í ferðamannaþjónustunni og ætlar sér góða hluti í rekstri hópferðabifreiðar á sínu svæði á Reykjanesinu. Bíllinn sem um ræðir er 17 farþega Sprinter með 6 strokka, 184 hestafla vél. Bíllinn er sjálfskiptur og með öllum þeim þægindum sem þurfa þykir í rútu sem þessa.
Þorsteinn mun hefja skipulagðar ferðir milli Bláa Lónsins og Grindavíkur sem hann nefnir ,,Salty Tour" og býður þar leiðsögn og skemtilegar ferðir um Grindavík með viðkomu í Saltfisksetrinu.
Einnig mun Þorsteinn sinna þjónustu fyrir Grindavíkurbæ.
Af vefsíðu Grindavíkurbæjar
Þorsteinn mun hefja skipulagðar ferðir milli Bláa Lónsins og Grindavíkur sem hann nefnir ,,Salty Tour" og býður þar leiðsögn og skemtilegar ferðir um Grindavík með viðkomu í Saltfisksetrinu.
Einnig mun Þorsteinn sinna þjónustu fyrir Grindavíkurbæ.
Af vefsíðu Grindavíkurbæjar