Nýjasta hjólabrettaæðið kynnt í 88 húsinu
Um helgina verður ný gerð af hjólabretti kynnt í 88 húsinu í Reykjanesbæ. Brettið er að nokkru frábrugðið hefðbundum brettum en segja má það það sé samblanda af hjólabretti, snjóbretti og brimbretti. Það er aðeins á tveimur hjólum og leikur á öxli í miðjunni. Það er sagt gott bæði til líkamsræktar og skemmtunar og aðeins nokkrar mínútur tekur að læra á það.
Bretið, sem fengið hefur nafnið Streetsurfing, verður kynnt í 88 húsinu á laugardag og sunnudag milli kl. 14 og 18.
Streetsurfing brettið er nýjasta æðið. VF-mynd: elg