Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nýjar ljósmyndir frá heimsreisuförum komnar á Netið
Fimmtudagur 7. ágúst 2003 kl. 12:08

Nýjar ljósmyndir frá heimsreisuförum komnar á Netið

Hermann Helgason og Magnús Ólafsson úr Keflavík eru í heimsreisu, en næstu 10 til 11 mánuði munu þeir ferðast til yfir 20 landa. Lesendur vf.is geta fylgst með ferðalaginu en hér á vefnum birtast reglulegir pistlar af ferðum þeirra. Netsambandið er hins vegar ekki alltaf upp á það besta og stundum ná þeir eingöngu að senda okkur texta. Þegar þeir komast í traust tölvusamband láta þeir hins vegar fljóta til okkar ljósmyndir frá ferðalaginu. Við höfum nú fengið í hendur 21 nýja ljósmynd sem teknar voru í Varanasi við bakka Ganges-árinnar. Nýjar ljósmyndir úr heimsreisunni hér!Nýr pistill var einnig að koma í hús til okkar í morgun. Nú er unnið að því að fylla inn með séríslenskum stöfum þar sem við á og nýi pistillinn, pistill #5 verður brátt settur í loftið. Þangið til njótið nýju myndanna sem má skoða hér!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024