Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 24. nóvember 1999 kl. 21:29

NÝIR LÆKNAR TIL STARFA HJÁ HSS

HANS kemur frá Svíþjóð þar sem hann lagði stund á smitsjúkdóma- og heimilislækningar. Hann mun starfa starfa sem heimilislæknir á HSS í a.m.k. eitt ár. „Konan mín er íslensk og þetta er í annað sinn sem ég vinn á Íslandi en fyrir 10 árum síðan vann ég á Vífilstöðum. Við búum í Hafnarfirði en mér finnst mjög gott að vinna hér í Keflavík“, sagði Hans. MARÍA ÓLAFSDÓTTIR byrjaði sem heimilislæknir á HSS í september. Hún er einnig að ljúka við að skrifa doktorsritgerð sína sem fjallar um heilabilun og geðræna sjúkdóma aldraðra. „Ég bjó í Svíþjóð í 9 ár þar sem ég stundaði sérfræðinám og vann við rannsóknir. Ég er nú í hálfu starfi hér en fer í fullt starf þegar ég hef lokið við að skrifa doktorsritgerðina“, segir María og tekur fram að henni lítist sérstaklega vel á þá stefnu HSS að fjárfesta í góðu starfsfólki. „Í framtíðinni mun sérverkefni mitt m.a. verða gæðaþróun á hinu innra, faglegu starfi stofnunarinnar. Við stefnum á að hér verði fyrirtaks heilsugæsla og gott fordæmi. Ég tel að allar forsendur til þess séu til staðar“, sagði María að lokum. GUNNAR BRYNJÓLFUR GUNNARSSON, bæklunarskurðlæknir, kom til starfa á HSS þann 1. maí s.l. Gunnar lauk læknanámi á Íslandi árið 1986 og tók hluta af sérnáminu hér á landi. Hann bjó í Svíþjóð á árunum 1991-1999 og var þá í sérnámi og vann við rannsóknir. „Ég er í hálfri stöðu hér í Keflavík en vinn einnig á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Ég tek á móti fólki hér og geri minniháttar aðgerðir en stærri aðgerði geri ég í Reykjavík. Fólk kemur svo oft hingað í endurhæfingu“, sagði Gunnar og bætti við að honum litist mjög vel á starfsumhverfið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. GUNNAR ÞÓR JÓNSSON, heimilislæknir, hóf störf á HSS í apríl á þessu ári. Hann bjó í um 5 ár í Noregi þar sem hann lærði heimilislækningar. Áður en hann hélt utan í sérnám vann á ýmsum sérdeildum á Íslandi, s.s. barna-, geð- og slysadeildum. „Mér líst mjög vel á mig hérna og stofnunin býður uppá góða möguleika fyrir heilsugæslulækningar“, sagði Gunnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024