Nýdönsk í Hljómahöll
Hljómsveitin Nýdönsk heldur tónleika í Hljómahöll, fimmtudagskvöldið 5.mars.
Nýdönsk hefur verið í fremstu röð íslenskra hljómsveita um langa hríð og má segja að mörg lög sveitarinnar séu nánast orðin þjóðareign. Má nefna lög eins og Horfðu til himins, Hjálpaðu mér upp, Frelsið, Flugvélar, Nostradamus og Fram á nótt þessu til stuðnings. Á síðasta ári gaf hljómsveitin út hljómplötuna Diskó Berlín og er óhætt að segja að gripurinn hafi slegið í gegn því hvorki fleiri né færri en 4 lög af plötunni fóru á topp tíu á Vinsældarlista Rásar 2.
Á tónleikunum mun Nýdönsk leika sín þekktustu lög auk laga af Diskó Berlín.
Hljómsveitina skipa: Björn Jr. Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson. Þeim til aðstoðar er bassaleikarinn Ingi Skúlason.
Nánar hér.