Nýbúar kynnast þorranum á opnu húsi

Þetta er þáttur í fjölmenningarstefnu Reykjanesbæjar, en öll börn nýbúa í leikskólum og grunnskólum bæjarins, fengu boðsmiða með sér heim.
Þetta er annað opna húsið sem starfshópur Reykjanesbæjar um fjölmenningu stendur fyrir en fyrir jólin var nokkuð góð mæting á samkomu þar sem jólasiðir Íslendinga voru kynntir fyrir nýbúum.
Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Víkurfréttir að mikilvægt væri fyrir börn af erlendum uppruna að fá að kynna sér íslenskar hefðir til að geta tekið fullan þátt í samfélaginu.
Opna húsið verður, sem fyrr sagði, í Bókasafni Reykjanesbæjar og stendur frá kl. 11:00 - 13:00.