Nýbúar kynnast þorranum á opnu húsi
Opið hús verður í Bókasafni Reykjanesbæjar nk. laugardag þar sem íbúar bæjarins sem eru af erlendum uppruna fá að kynnast íslenskum þorrasiðum. Sagt verður frá þorranum og góunni og hinum ýmsu hátíðum sem framundan eru, ss. bolludegi, sprengidegi og öskudegi auk páskanna og 17. júní. Svo fá gestir auðvitað að smakka á þorramat.
Þetta er þáttur í fjölmenningarstefnu Reykjanesbæjar, en öll börn nýbúa í leikskólum og grunnskólum bæjarins, fengu boðsmiða með sér heim.
Þetta er annað opna húsið sem starfshópur Reykjanesbæjar um fjölmenningu stendur fyrir en fyrir jólin var nokkuð góð mæting á samkomu þar sem jólasiðir Íslendinga voru kynntir fyrir nýbúum.
Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Víkurfréttir að mikilvægt væri fyrir börn af erlendum uppruna að fá að kynna sér íslenskar hefðir til að geta tekið fullan þátt í samfélaginu.
Opna húsið verður, sem fyrr sagði, í Bókasafni Reykjanesbæjar og stendur frá kl. 11:00 - 13:00.
Þetta er þáttur í fjölmenningarstefnu Reykjanesbæjar, en öll börn nýbúa í leikskólum og grunnskólum bæjarins, fengu boðsmiða með sér heim.
Þetta er annað opna húsið sem starfshópur Reykjanesbæjar um fjölmenningu stendur fyrir en fyrir jólin var nokkuð góð mæting á samkomu þar sem jólasiðir Íslendinga voru kynntir fyrir nýbúum.
Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Víkurfréttir að mikilvægt væri fyrir börn af erlendum uppruna að fá að kynna sér íslenskar hefðir til að geta tekið fullan þátt í samfélaginu.
Opna húsið verður, sem fyrr sagði, í Bókasafni Reykjanesbæjar og stendur frá kl. 11:00 - 13:00.