Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 28. október 1999 kl. 11:24

NÝ-VÍDD Í SANDGERÐI: SPENNANDI LISTASMIÐJA

Uppljómað hús við Strandgötu í Sandgerði vakti athygli blaðamanns vegna allra skreytinganna sem komið hafði verið fyrir í gluggum þess. Forvitnin hafði verið vakin og að koma inn í húsið var eins og að ganga inní annan heim. Búið var að skreyta alla veggi frá gólfi og upp í rjáfur með skemmtilegum og sérstökum hlutum. Fjöldi fólks var þarna samankominn til að skapa og skemmta sér. Í einu herberginu var verið að mála og teikna, í öðru verið að saga út og í því þriðja voru nokkrar konur að mála á leir. Félagsmiðstöð fyrir alla Kolbrún Vídalín tók brosandi á móti blaðamanni og sagðist vera formaður Nýrrar-Víddar, „sem er félagsmiðstöð fyrir alla þá sem áhuga hafa á handverki og að vera í góðum félagsskap.” Kolbrún sagði að þær væru þrjár sem væru fastir leiðbeinendur, Þóra Rut Jónsdóttir leiðbeinir í leirnum, Árný Hálfdánsdóttir í tré og hún sjálf leiðbeinir í myndlistinni. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir nokkrum árum og bauðst svo að taka þetta hús á leigu sem ég og gerði. Félagið Ný-Vídd, var stofnað þann 29.maí 1998. Hér er enginn einn sem ræður heldur er þetta fyrst og fremst vinnuaðstaða og fólk getur fengið leiðsögn við það sem það er að gera. Við erum af og til með ný námskeið skv. óskum félagsmanna, t.d. bútasaum, kransagerð o.fl.” Miklar vinsældir Kolbrún segir að félagið hafi verið mjög vinsælt frá upphafi og félagsmenn séu nú um 130. „Við höfum aldrei auglýst neitt og húsið er ekki einu sinni merkt. Fólk hefur bara frétt af þessu og leitar okkur einfaldlega uppi”, sagði Kolbrún. Hún segir félagsmenn koma af öllum Suðurnesjum og einnig séu nokkrir sem koma frá höfuðborgarsvæðinu. Hús með merka sögu Kolbrún segir að starfsemin sé þegar búin að sprengja plássið utan af sér og nú sé verið að byggja 100 fermetra við húsið. „Þetta hús á sér merka sögu. Það stóð uppá #Bolatindi við Bolungarvík og kallast Atlahús. Í því var m.a. starfrækt fiskvinnsla, niðursuðuverksmiðja og gluggaverksmiðja. Húsið var flutt hingað til Sandgerðis og tvenn ung hjón keyptu það og gerðu það upp”, sagði Kolbrún. Listasmiðjan Ný-Vídd er opin allar helgar frá kl.13-17, fram að jólum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024