Ný sýning á Listasafni Reykjanesbæjar: Hafsteinn Austmann - ný verk
Föstudaginn 27. apríl kl. 18.00 verður opnuð sýning á Listasafni Reykjanesbæjar á verkum Hafsteins Austmanns, bæði olíu málverkum, akríl sem og akvarella myndum. Hafsteinn hefur lengi talist til okkar allra færustu listamanna og spanna verkin á sýningunni tímabilið 1986-2007.
Aðalsteinn Ingólfsson segir: ,,Myndir Hafsteins, olíumálverk jafnt sem vatnslitamyndir, virðast ríkari af blæbrigðum tilfinninganna en flest annað sem flokkast undir myndlist í dag. Hins vegar tekur listamaðurinn áhorfendum sínum vara fyrir að tengja tilfinningar eða upplifanir sem kunna að slæðast inn í myndir hans við þann sem heldur um pentskúfinn; myndirnar séu honum tæki til að vinna sig frá upplifunum sínum, ekki til að velta sér upp úr þeim.”
Sýningin er opin alla daga frá kl. 13.00-17.30 og stendur til 10. júní. Listasalurinn er í Duus-húsum við Duusgötu 2-8 í Reykjanesbæ. Allar nánari upplýsingar má finna í síma 421 – 3796.
Aðalsteinn Ingólfsson segir: ,,Myndir Hafsteins, olíumálverk jafnt sem vatnslitamyndir, virðast ríkari af blæbrigðum tilfinninganna en flest annað sem flokkast undir myndlist í dag. Hins vegar tekur listamaðurinn áhorfendum sínum vara fyrir að tengja tilfinningar eða upplifanir sem kunna að slæðast inn í myndir hans við þann sem heldur um pentskúfinn; myndirnar séu honum tæki til að vinna sig frá upplifunum sínum, ekki til að velta sér upp úr þeim.”
Sýningin er opin alla daga frá kl. 13.00-17.30 og stendur til 10. júní. Listasalurinn er í Duus-húsum við Duusgötu 2-8 í Reykjanesbæ. Allar nánari upplýsingar má finna í síma 421 – 3796.