NÝ SÓLÓPLATA FRÁ ÞÓRI BALDURSSYNI
Þórir Baldursson hefur sent frá sér plötuna Hammond-molar, en hún er gerð í minningu föður Þóris, Baldurs Júlíussonar. Tvö laganna á plötunni eru tileinkuð Baldri, lögin Sunnubraut seytján og Frá Sunnuhvoli. Auk þeirra má finna margar sígildar perlur eins og Vem kan segla för utan vind, Danny Boy, Stveitin milli sanda, Ást í meinum og Jónína.Meðal hljófæraleikara á plötunni, fyrir utan Þóri sem leikur á Hammond-orgel og hljómborð, eru Árni Scheving á víbrafón, Einar Valur Scheving á trommur, Jóhann Ásmundsson á bassa, Guðmundur Pétursson á gítar, Veigar Margeirsson á trompet og saxófónleikararnir Jóel Pálsson, Kristinn Svavarsson, Óskar Guðjónsson og Sigurður Flosason.