NÝ KARAOKEKEPPNI HALDIN Í STAPANUM
Ákveðið hefur verið að fara af stað með nýja karaokekeppni í Stapanum þar sem vandað verður til verka.Nú gefst söngfuglum fyrirtækja loksins tækifæri á að koma fram og syngja sín uppáhaldslög, sem þeir geta valið úr stóru safni af nýjum karaokediskum og ekki má gleyma „soundinu“ en notast verður við nýtt og öflugt hljóðkerfi.Fyrirkomulagið verður þannig að fjögur fyrirtæki með þrjá söngvara hvert, munu etja kappi. Síðan munu tvö af þessum liðum komast áfram í undanúrslit. Forkeppnin verður haldin fjögur föstudagskvöld í röð og í fyrsta sinn föstudaginn 19. feb. Alls eru þetta 16 lið sem komast að í forkeppninni þannig að 8 lið komast í undanúrslit. Þeim verður síðan skipt niður á tvö föstudagskvöld í beinu framhaldi. Undanúrslitin verða með sama sniði og forkeppnin þannig að tvö lið frá hvoru kvöldinu komast áfram í úrslitin. Úrslitakvöldið verður síðan haldið með pompi og prakt laugardagskvöldið 17. apríl. Glæsilegir vinningar verða í boði en veitt verða verðlaun fyrir besta söngvaranna hvert kvöld frá byrjun og síðan verða verðlaun fyrir liðin ásamt besta söngvara í undanúrslitum og á úrslitakvöldinu. Öll kvöldin verða vönduð skemmtiatriði frá Suðurnesjum og boðið verður upp á girnilega fordrykk við innganginn. Keppnin hefst ávallt kl. 22 og húsið opnar kl. 21.Fyrsta kvöldið 19. feb. verður ókeypis en aðgangseyrir verður kr. 500 önnur kvöld. Skráning og allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 421 2526.