Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ný hárgreiðslustofa í Grindavík
Föstudagur 21. október 2005 kl. 12:53

Ný hárgreiðslustofa í Grindavík

Hársnyrtistofan Anis opnaði í Grindavík nýverið og er það þriðja hársnyrtistofan sem er starfrækt í bænum. Guðrún K Jónsdóttir er eigandi stofunnar en hún hefur áður rekið stofu á Djúpavogi í ellefu ár.

„Ég hafði heyrt að það vantaði stofu í bæinn svo að ég notaði tækifærið og dreif mig af stað og flutti aftur í minn gamla heimabæ og opnaði hásrsnyrtistofuna Anis. Við verðum hérna tvær, ég og Margrét Þorláksdóttir. Við bjóðum upp á vörur frá Indola og það verða ýmis tilboð í gangi í tilefni opnunarinnar á næstunni. Opið verður alla virka daga frá kl. 10-18 og eftir samkomulagi um helgar“ sagði Guðrún í stuttu spjalli þegar VF leit við þar á dögunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024