Nutrasweet býður upp á franska stemmningu
Electro-hljómsveitin Nutrasweet sem skipuð er þeim Þorbirni Einari og Ásbirni Skarphéðinsyni, mun sjá um tónlistina á Deluxe í Keflavík í kvöld.
Þeir félagar hafa verið að spila víða með það sem þeir kalla Paris Club Party og fengið góðar viðtökur. Þeir piltar munu þeita ferskustu danstónunum sem heyra má í dag á klúbbum í París. Þema kvöldsins er „Glow sticks og nice kicks“. Veitt verða verðlaun fyrir þá sem taka „Tecktonic“ dans á gólfinu dansinn sá er uppruninn frá næturklúbbum í París.
Finna má nýtt remix af laginu It Ain't Easy sem Nutrasweet remixaði en þeir vinna þessa dagana að nýju efni og remixi fyrir tónlistarmann í Los Angeles. Skoða má vefsíðu þeirra á www.myspace.com/nutrasweetmusic