Nú er tími snjókarlanna og leikja í snjónum
Þegar veðurfar er svona hvítt eins og verið hefur síðustu daga þá spretta upp snjókarlar á ótrúlegustu stöðum. Börnin á Garðaseli í Keflavík settu saman myndarlegan snjókarl á leikskólanum sínum.Snjókarlinn var bláeygður og myndarlegur og hann stillti sér upp með börnunum þegar Jófríður Leifsdóttir, ljósmyndari Víkurfrétta, tók meðfylgjandi myndir.
Á öðrum stað í bænum, við Heiðarsel, voru krakkar að leika sér í snjónum þegar Hilmar Bragi smellti af meðfylgjandi myndum.
Á öðrum stað í bænum, við Heiðarsel, voru krakkar að leika sér í snjónum þegar Hilmar Bragi smellti af meðfylgjandi myndum.