Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Notalegt í nóvember í Eldey
Miðvikudagur 5. nóvember 2014 kl. 10:18

Notalegt í nóvember í Eldey

– Opið hús í Eldey frumkvöðlasetri 13. nóvember

Það verður notalegt í nóvember í Eldey frumkvöðlasetri en þá verður opið hús hjá hönnuðum og frumkvöðlum í húsinu.

Fyrsta kvöldið hefst fimmtudaginn 13. nóvember kl. 20:00 en þá verður boðið upp á pop-up markað fjölda hönnuða af svæðinu, vinnustofur hönnuða og frumkvöðla verða opnar og fiskland býður upp á nýstárlegar kræsingar auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar. Hljómsveitin Klassart sem nýverið gaf út nýtt efni leikur ljúfa tóna á staðnum og ljósmyndastofan Ozzo býður myndatöku á vinnustofu sinni með jólaívafi.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024