Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Norðurljósin hlaupa á himninum
Föstudagur 26. september 2003 kl. 08:29

Norðurljósin hlaupa á himninum

Haust og vetur eru tímar Norðurljósanna og er oft mikið sjónarspil að sjá þau bylgjast eftir himninum í fallegum bylgjum. Í Sandgerði er algengt að sjá Norðurljósin og var gærkvöldið svo sannarlega tími þeirra. Lítill drengur sagði þegar hann horfði á Norðurljósin að þau hlypu eftir himninum. Í fréttum í gær var greint frá því að fyrsta flugvélin með japanska ferðamenn er væntanleg til landsins um helgina, en Flugleiðir hafa hafið beint flug á milli Japans og Íslands. Í markaðsátaki sem sett hefur verið af stað í Japan eru Norðurljósin einmitt kynnt til sögunnar og þau beinlínis seld. Sú þjóðsaga er til um athafnamanninn og skáldið Einar Benediktsson sem var uppi á síðustu öld að hann hafi reynt að selja Norðurljósin og hvort sem sú saga er sönn eður ei, þá eru það fleiri sem reyna slíkt, enda eru Norðurljósin stórkostlegt sjónarspil fyrir þá sem ekki eru vön því að sjá þau hlaupa á himninum eins og litli drengurinn sagði.


VF-ljósmynd/JKK

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024