Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Nördarnir taka yfir
Þriðjudagur 30. nóvember 2010 kl. 08:52

Nördarnir taka yfir


Síðastliðinn föstudag buðu væntanlegir útskriftarnemendur FS til hátíðar á sal þegar komið var að dimissio þessa önnina. Þá kveður útskriftarhópurinn kennara og nemendur skólans með ýmis konar uppákomum. Að þessu sinni var það hópur nörda sem rolaðist um gangana og skemmti svo samnemendum og kennurum sínum á sal. Þar veittu nemendur kennurum sínum viðurkenningar fyrir frammistöðu þeirra.  M.a. komu þar við sögu ofvirkasti kennarinn, svalasti kennarinn, spjallarinn, kóngurinn og drottningin.  Hápunkturinn var svo að sjálfsögðu valið á besta kennaranum.

Á heimasíðu FS er að finna ítarlegri frásögn og skemmtilegar myndir frá þessari uppákomu.




Myndir/FS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024