NOKKRIR MINNISPUNKTAR TIL UPPRIFJUNAR FYRIR FORSTJÓRA SBK
Nokkrir minnispunktar tilupprifjunar fyrir forstjóra SBKÉg verð að segja að ég var hálfhissa þegar ég las hvað var haft eftir forstjóra SBK í Víkurfréttum þar sem hann er að reyna að útskýra hvers vegna hætt er að aka í Garðinn og dregið verulega úr þjónustu til þeirra og Vogamanna.Hreppsnefnd Gerðahrepps taldi það óþolandi ástand í lok tuttugustu aldarinnar að aðili sem hefur sérleyfi á leiðinni til okkar gæti hagað ferðum sínum til okkar eftir eigin duttlungum. Hann gat ákveðið fjölda ferða hvort farið var í Garðinn eða ekki og ef fara átti í Garðinn þurftu farþegar að panta með svo og svo löngum fyrirvara. Hreppsnefnd vildi því kanna leiðir til að bæta samgöngurnar og samþ. að efna til útboðs um 5-6 ákveðnar ferðir daglega milli Garðs og Reykjanesbæjar. Aðalstöðin, Ökuleiðir og SBK sendu inn tilboð. Að mati hreppsnefndar var tilboð Aðalstövarinnar hagstæðast og hafa þeir annast þessar ferðir með miklum síma frá því maí á síðasta ári. SBK tók því þátt í að gera tilboð en vill svo ekki una því að tilboði þeirra var ekki tekið. Viðbrögðin hafa verið þannig að SBK hefur kært aksturinn til ráðuneytis og lögreglu og nú síðast ákveðið að hætta akstri. Og svo til upprifjunar fyrir forstjórann þá er það ekkert nýtt að viðhaft sé útboð. Ég man svo langt að SBK hafði séð um allan skólaakstur fyrir Fjölbrautarskólann en mikill þrýstingur var á að sá akstur yrði boðinn út og yrirtók þá annar aðili aksturinn og sá um í mörg ár. Þá var þetta talin eðlileg samkeppni. En svo ber við að hinn sami og fékk skólaaksturinn er sé hinn sami sem kærir hreppsnefn Gerðahrepps fyrir að hafa tekið tilboði annars. SBK tók þvi þátt í að gera tilboð en vill svo ekki una því að tilboði þeirra var ekki tekið. Viðbrögðin gafa verið þannig að SBK hefur kært aksturinn til ráðuneytis og lögreglu og nú síðast ákveðið að hætta akstri. Við höfum ekkert á móti SBK og höfum margt sagt þeim aðilum það að þetta snýr á engan hátt þannig að þeim. Það sem við viljum í Garðinum er að tryggja íbúunum góðar samgöngur. Ef SBK hefði haldið uppi fastri áætlun hingað og veitt þannig þjónustu hefði aldrei komið til þess að vilji hefði skapast til að bjóða út. SBK ætlaði sér og ætlar að skáka í því skjólinu að þeir hafi sérleyfi á akstrinum og þá skipti engu hvernig þjónusta er veitt. Slík hugsun er liðin tíð. Þjóðfélagið hefur breyst þannig að menn verða að geta veitt þjónustu í samkeppni við aðra.Sigurður Ingvarsson, oddviti Gerðahrepps.