Nóg um að vera á Sandgerðisdögum í kvöld
Sandgerðisdagar standa sem hæst um komandi helgi og í dag hófst dagskráin með sápubolta og knattspyrnuleik milli Norður- og Suðurbæjar.
Sandgerðisdagar standa sem hæst um komandi helgi og í dag hófst dagskráin með sápubolta og knattspyrnuleik milli Norður- og Suðurbæjar. Þar er jafnan barist hart enda heiðurinn að veði. Í kvöld verður svo efnt til skemmtunar í Íþróttamiðstöð Sandgerðis fyrir unga fólkið en þar troða upp bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór og plötusnúðurinn DJ Mettattack.
Í Reynisheimilinu klukkan 20:00 verður svo saltfisksveisla fyrir keppendur úr fótboltaleiknum og þar mun enginn annar en Helgi Björns halda uppi fjörinu.
Um klukkan 23:00 verða svo bæði dansleikir á Vitanum og á Mamma Mía. Hljóp á snærið leika fyrir dansi á Vitanum og á Vitanum kemur hið goðsagnarkennda Axlarband saman á ný.