Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Nóg að gera í bakaríum
Mánudagur 23. febrúar 2004 kl. 16:33

Nóg að gera í bakaríum

Það hefur verið í nógu að snúast hjá bakörum landsins í dag, bolludag. Þúsundir bolla streyma úr bakaríunum inná heimili og vinnustaði fólks. Það sem þær eiga flestar sameiginlegt er rjóminn. Víkurfréttir litu við í Valgeirsbakaríi um klukkan þrjú í dag og var þá nokkur biðröð fólks sem ætlaði að kaupa bollur í tilefni dagsins. Það var í nógu að snúast hjá Valgeiri Bakara við að fylla á borðið og starfsstúlkurnar afgreiddu bollur í gríð og erg.

Myndin: Bollur afgreiddar í Valgeirsbakaríi.

VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024