Njarðvíkurskóli í 4. liða úrslit
Fyrsta keppnin í Ræðukeppni grunnskóla Reykjanesbæjar og Fjörheima fór fram í Akurskóla í kvöld en þar áttust við ræðulið Akurskóla og Njarðvíkurskóla. Umræðuefni kvöldsins var ,,á að afnema skólaskyldu við 14 ára aldur?” og mældi Akurskóli með en Njarðvíkurskóli á móti.
Lið Njarðvíkurskóla sigraði keppnina nokkuð örugglega og mætir því liði Holtaskóla í fjögurra liða úrslitum.
Ræðumaður kvöldsins var Ingibjörg Ýr Smáradóttir úr Njarðvíkurskóla en hún fékk rúm 500 stig.
VF-myndir/ Hildur Björk Pálsdóttir