Njarðvíkurkonur selja konudagsblóm
Meistaraflokkur kvenna hjá kkd UMFN, mun vera með sína árlegu blómasölu nú um helgina í tilefni af konudeginum á sunnudaginn kemur (21. febrúar).
Búntið verður selt á sama verði og áður, kr. 3.000,- Um er að ræða fallega og veglega blómvendi.
Kvennaráð og leikmenn verða í Nettó frá föstudegi til sunnudags, meðan birgðir endast og eins er hægt að panta vendi hjá í síma 863 0124, 858 6020 og 699 8475 og fá þá senda heim.