Njarðvíkingur í ræðuliði MH
Þuríður Birna Björnsdóttir úr Njarðvík á sæti í liði Menntaskólans við Hamrahlíð sem mætir MR í fjögurra liða úrslitum Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna. Þuríður er frummælandi liðsins.
Lið FS er einnig komið í fjögurra liða úrslit og er það í fyrsta sinn í sögu skólans sem lið hans nær þeim árangri tvö ár í röð. FS mun á næstunni keppa við Verzló í undanúrslitunum.