Njarðvíkingar blótuðu þorrann
- Myndasöfn
Það var líf og fjör í Ljónagryfjunni á laugardaginn. Þá héldu Njarðvíkingar árlegt Þorrablót sitt með pompi og prakt. Grínistinn Sólmundur Hólm var veislustjóri og var nokkuð klúr að sögn viðstaddra. Hreimur Heimisson og hljómsveitin Made in sveitin spiluðu fyrir dansi langt fram á nótt. Söngvarinn hárfagri Eyþór Ingi tók svo nokkur vel valin lög.
Þeir Einar Árni Jóhannsson og Örvar Kristjánsson fóru svo með annálinn og var mikið hlegið.
Á ljósmyndavef Víkurfrétta má finna vegleg myndasöfn frá kvöldinu en þau má nálgast hér að neðan.