Njarðvíkingar á sigurbraut
Njarðvíkingar hafa verið á góðri siglingu í Domino’s deild karla í körfubolta en þeir unnu sinn áttunda sigur í röð í fyrstu umferð nýs árs. Grindvíkinga töpuðu á heimavelli gegn KR.
Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigur í Ljónagryfjunni með 24 stiga mun. Nýr liðsmaður, Aurimas Majauskas kom sterkur inn í fyrsta leik og skoraði 18 stig.
Njarðvík-ÍR 88-64 (20-17, 24-16, 20-16, 24-15)
Njarðvík: Chaz Calvaron Williams 20/7 fráköst/12 stoðsendingar, Aurimas Majauskas 18, Mario Matasovic 18/7 fráköst, Kristinn Pálsson 15/8 fráköst, Tevin Alexander Falzon 4/5 fráköst, Logi Gunnarsson 3, Maciek Stanislav Baginski 3, Ólafur Helgi Jónsson 3/8 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 2, Jón Arnór Sverrisson 2, Guðjón Karl Halldórsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0.
Grindvíkingar töpuðu með þriggja stig mun gegn vængbrotnum KR-ingum 91-94 en gestirnir tryggðu sér sigur í blálokin.
Grindavík-KR 91-94 (23-25, 19-21, 21-20, 16-13, 12-15)
Grindavík: Valdas Vasylius 32/13 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 19/7 fráköst/7 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 17/5 fráköst, Jamal K Olasawere 8/5 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 4/8 stoðsendingar, Nökkvi Már Nökkvason 1, Bragi Guðmundsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.
Keflvíkingar leika sinn fyrsta leik á nýju ári gegn Tindastóli í kvöld, 6. Janúar á heimavelli.