Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Nesraf kom færandi hendi
Föstudagur 15. desember 2006 kl. 14:13

Nesraf kom færandi hendi

Nesraf ehf. í eigu Hjörleifs Stefánssonar, Jóns Ragnars Reynissonar og Reynis Ólafssonar færði Suðurnesjadeild Rauðakrossins að gjöf mikið magn af jólaskreytingum. Þetta eru jólaseríur, bæði inni- og útiseríur ásamt allskonar gluggaskreytingum.

Andvirði þessarar gjafar er um  kr. 350.000.- og mun deildin gefa þeim sem minna mega sín þessar skreytingar fyrir jólin.

Mynd: www.redcross.is - Karl Georg Magnússon gjaldkeri deildarinnar tekur á móti gjöfinni af þeim Hjörleifi Stefánssyni og Jóni Ragnari Ólafssyni 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024