Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nennir ekki að labba upp í bústað
Gustav Helgi Haraldsson
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
fimmtudaginn 28. júlí 2022 kl. 16:00

Nennir ekki að labba upp í bústað

Víkurfréttir fóru á stúfana og spurðu fólk af Suðurnesjum hvað það ætlar að gera um verslunarmannahelgina. Gustav Helgi Haraldsson ætlar með fjölskyldu sinni upp í bústað. Honum finnst mikilvægast að taka bílinn með sér inn í helgina því hann nennir ekki að labba þangað.
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?

Það sama og undanfarin tíu ár, upp í bústað með fjölskyldunni. Spila, fara veiða, borða góðan mat, slaka á og svo horfa á brennuna hjá bóndanum þar sem við erum með bústaðinn.

Hvað finnst þér mikilvægast að taka með þér inn í helgina?

Bílinn, ég nenni ekki að labba upp í bústað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Hver er besta minningin þín frá verslunarmannahelgi? 

Ætli það sé ekki bara öll árin í bústaðnum með fjölskyldunni.