Nemendur úr Sjávarútvegsháskóla SÞ heimsækja FS
Það var alþjóðlegur svipur á Fjölbrautaskóla Suðurnesja á dögunum þegar hópur nemenda frá Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna kom í heimsókn.
Hópurinn var skipaður nemendum víðs vegar að, einkum frá Asíu og Afríku. Fyrst var farið í netagerðir í Grindavík og síðan komið hingað, skólinn skoðaður undir leiðsögn Kristjáns Ásmundssonar aðstoðarskólameistara og síðan var borðað.
Gestirnir skoðuðu síðan kennslustofu netagerðar, skoðuðu tilraunatankinn og prófuðu líkön. Fjörugar umræður voru um umhverfismál eftir að myndband um fiskvernd og vistvænar veiðar hafði verið skoðað og einnig var spjallað um gagnsemi tanksins sem kennslu- og þróunartækis. Þór H. Ásgeirsson og Sigríður Kr. Ingvarsdóttir frá Hafrannsóknarstofnun voru hópnum til halds og trausts.
Hópurinn er búinn að vera í almennu námi og fer að skipta sér niður í sérgreinar. Fimm hafa valið veiðafærafræði sem sérgrein og verða þeir á þriggja vikna námskeiði í FS og síðan á tveggja vikna námskeið hjá Hafró. Síðan koma tveir nemar í leiðsögn hér og verða fram í febrúar.
Hópurinn var skipaður nemendum víðs vegar að, einkum frá Asíu og Afríku. Fyrst var farið í netagerðir í Grindavík og síðan komið hingað, skólinn skoðaður undir leiðsögn Kristjáns Ásmundssonar aðstoðarskólameistara og síðan var borðað.
Gestirnir skoðuðu síðan kennslustofu netagerðar, skoðuðu tilraunatankinn og prófuðu líkön. Fjörugar umræður voru um umhverfismál eftir að myndband um fiskvernd og vistvænar veiðar hafði verið skoðað og einnig var spjallað um gagnsemi tanksins sem kennslu- og þróunartækis. Þór H. Ásgeirsson og Sigríður Kr. Ingvarsdóttir frá Hafrannsóknarstofnun voru hópnum til halds og trausts.
Hópurinn er búinn að vera í almennu námi og fer að skipta sér niður í sérgreinar. Fimm hafa valið veiðafærafræði sem sérgrein og verða þeir á þriggja vikna námskeiði í FS og síðan á tveggja vikna námskeið hjá Hafró. Síðan koma tveir nemar í leiðsögn hér og verða fram í febrúar.