Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nemendur skoða Íslending
Þriðjudagur 11. maí 2004 kl. 19:13

Nemendur skoða Íslending

Nemendur í 5. CC í Njarðvíkurskóla skoðuðu víkingaskipið Íslending í gær en grunnskólum á Reykjanesi hefur verið boðið að skoða skipið í vor og eru heimsóknirnar liður í námsefni skólanna.
Gunnar Marel skipstjóri Íslendings segir nemendunum frá ævintýraferð Íslendings sem sigldi frá Íslandi til Ameríku árið 2000 til að minnast landafunda Íslendinga til forna.
Markmið heimsókna skólanna er m.a. að þeir kynnist ævintýrinu á bakvið ferðalagið og tengi raunveruleikann, skipið og siglinguna við námsefni Íslandssögunnar.
Nemendum er einnig boðið að skoða sýningar í DUUS-húsum en þar má m.a. sjá 59 bátalíkön og ýmsar sjóminjar.

Myndin: Nemendurnir stilla sér upp til myndatöku við víkingaskipið Íslending. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024