Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nemendur í Heiðarskóla vilja taka gryfjuna við Keflavíkurborg í fóstur
Miðvikudagur 2. júní 2010 kl. 16:43

Nemendur í Heiðarskóla vilja taka gryfjuna við Keflavíkurborg í fóstur

Sprækir nemendur í 6. US í Heiðarskóla í Reykjanesbæ litu við í hjólreiðatúr í blíðunni í morgun og tóku bæjarstjórann Árna Sigfússon tali en þau höfðu ýmsar hugmyndir um hvað megi gera við gömlu malarnámsgryfjunna við Keflavíkurborg sem er í þeirra skólahverfi.

Nemendurnir óskuðu eftir því að taka gryfjuna í fóstur og höfðu þegar skoðað ýmsar hugmyndir um nýtingu hennar s.s. að gera þar gróðurreit, tjarnir og skíðabrekku og setja upp aparólu og leiktæki svo eitthvað sé nefnt.

Bæjarstjóri tók vel í hugmyndirnar sem verða þróaðar áfram með nemendunum.

Mynd: Nemendur 6. US fyrir utan bæjarskrifstofurnar í sumarblíðunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024