Nemendur Holtaskóla grunnskólameistarar í sundi
Akurskóli hreppti annað sætið.
Nemendur á unglingastigi Holtaskóla sigruðu í dag í grunnskólakeppni Íslands í sundi með glæsibrag. Lið Akurskóla varð númer tvö. Keppt var í boðsundi þar sem átta nemendur frá hverjum skóla tóku þátt. Holtaskóli hafnaði í 2. sæti í keppninni á miðstigi. Um 30 grunnskólalið tóku þátt á hvoru stigi.
Yngra lið Holtaskóla.