Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nemendur FS taka höndum saman fyrir gott málefni
Mánudagur 1. mars 2021 kl. 11:12

Nemendur FS taka höndum saman fyrir gott málefni

Nemendafélagið í FS stendur nú í vikunni fyrir góðgerðarviku til styrktar skólafélaga sem er að glíma við krabbamein. Góðgerðarvika N.F.S hefur verið haldin árlega nú í þónokkur ár en sjaldan hefur málefnið verið jafn mikilvægt og er mikil samstaða meðal nemenda, segir í tilkynningu frá nemendafélaginu.

N.F.S. er að safna með mörgum skemmtilegum leiðum en hægt er að fara í spinning, superform, góðgerðarbíó og kökukast með kennurum . Einnig eru í kringum 30 nemendur ýmist með áheiti eins og að lita hár fyrir 50.000 kr., fá sér NFS húðflúr og margt fleira.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ef aðrir eru áhugasamir um að styrkja þá er hægt að styrkja með beingreiðslum og eru þeir hvattir til að hafa samband við nemendafélagið á Instagram: nfsgram, hafa beint samband við Hermann Nökkva formann NFS í síma 776-1410 eða heyra í Ingunni Birnu gjaldkera félagsins í síma 848-3020.