Náttúruvikan – Gönguferð um spennandi Eldfjallahring
Náttúruvika Suðurnesja í Grindavík heldur áfram á morgun, miðvikudaginn 22. júní. Þá verða Reykjanesgönguferðir með svokallaðan Eldfjallahring. Gengið er eftir gamalli hrauntröð upp undir mikinn hamravegg, Gálgakletta og þaðan yfir Sundhnúk stærsta gíginn í samfelldri óraskaðri gígaröð, Sundhnúkagígaröð er á náttúruminjaskrá sem einstakt náttúruvætti.
Gengið verður áfram á Svartsengisfell 188 m. Ofan á fellinu er stór og myndarlegur gígur sem vert er að skoða auk útsýnis yfir Illahraun og Eldvörpin. Gangan tekur um 3 - 4 klst.
Leiðsögumaður er Rannveig Garðarsdóttir, gsm 8938900. Mæting er kl. 19:00 við Grófina 2 - 4 230 Reykjanesbæ. Rútugjald er kr. 1.000.
Dagskráin næstu daga er svo þessi:
23. JÚNÍ FIMMTUDAGUR:
Kl. 14:00 Hellaskoðun tveir fyrir einn. Fjórhjólaævintýri ehf sími 8573001 www.fjor.is
Salthúsið, réttur fimmtudagsins fiskur/súpa tveir fyrir einn sími 4269700 www.salthusid.is
24. JÚNÍ, FÖSTUDAGUR:
Skipsströnd á Hópsnesi, reiðhjólaferð frá tjaldsvæði Grindavíkur. Mæting kl. 10:00 tekur um 1-2 klst. Tveir fyrir einn umsjón Fjórhjólaævintýri Kobbi/Kjartan ehf 8573001 www.fjör.is.
25. JÚNÍ LAUGARDAGUR:
Vitahringurinn, hestaferð fyrir fjölskylduna tveir fyrir einn, umsjón Artic Horses, Jóhanna
sími 8480143
Skipsströnd á Hópsnesi, reiðjólaferð frá tjaldsvæði Grindavíkur, mæting kl 10:00, tekur um 1-2 klst. Tveir fyrir einn, umsjón Fjórhjólaævintýri Kobbi/Kjartan ehf 8573001 www.Fjör.is
Kl. 11:00 Í Kvikunni Hafnargötu 12 a mun Dagbjört Óskarsdóttir, leiðsögumaður lesa sögu fyrir börnin um Geira litla og vini hans. Jafnframt segir hún frá síðasta geirfuglinum sem felldur var í Eldey.
Kl. 13:00 - 17:00 Skreytingar við öll tækifæri unnar úr náttúru Grindavíkur. Blómakot við
Mánagötu, umsjón Gugga Bogga, [email protected]
Jónsmessuganga á fjallið Þorbjörn. Hin árlega Jónsmessuganga Grindavíkurbæjar og Bláa
Lónsin hefst við sundlaugina í Grindavík kl. 20:30. Á fjallinu verður varðeldur og
tónlistaratriði með Vigni og Hreim. Gangan endar í Bláa lóninu.