Náttúrusögur í Suðsuðvestur
Um helgina opnaði Olga Bergmann sýninguna “Náttúrusögur” í sýningarrýminu Suðsuðvestur Hafnargötu 22 Reykjanesbæ.
Olga hefur undanfarið unnið úr hugmyndum um fútúristískar þróunarkenningar sem byggja á möguleikum erfðavísindanna en einnig skoðað hvernig náttúrugripasöfn til dæmis stilla sýningargripum sínum fram í sviðsettu umhverfi sem hermir eftir náttúrunni.
Á sýningunni í Suðsuðvestur eru ný verk unnin á þessu ári- hvít dýr í náttúrulegu umhverfi, steingervingar og stutt náttúrulífsmynd.
Mynd: Af vef Reykjanesbæjar