Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Náttúrulega sætt
Sunnudagur 26. febrúar 2012 kl. 14:08

Náttúrulega sætt

Undanfarið hefur verið smá umræða um náttúruleg sætuefni en reglulega bætast nýjar tegundir við og langar mig því að leiðbeina ykkur með hvaða sætuefni er sniðugt að nota. Því vissulega er okkur öllum hollt að gera okkur dagamun og fá okkur sætt við og við og manninum eðlislegt að njóta þess sæta en mikilvægt er þó að vanda valið og fullnægja sætuþörf okkar með náttúrulegum sætuefnum í stað sykurs og gervisætu. Náttúruleg sætuefni eru með lægri sykurstuðul en hvítur sykur og hafa því minni áhrif á blóðsykur og því hollari valkostur. Það er t.d. betra að gæða sér á dökku súkkulaði með háu kakóinnihaldi eins og 70-85% því það inniheldur mun minni sykur en mjólkursúkku-laði, einnig er sniðugt að prófa súkkulaði eða sætindi sem innihalda maltitol. Að því sögðu þá er hinn gullni meðalvegur bestur í þessu sem öðru og skynsamlegast að halda allri sætu í hófi. Þegar heilbrigð löngun í sætindi gerir vart við sig mæli ég með eftirfarandi sætuefnum í stað sykurs:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ferskir ávextir og ber
Þurrkaðir ávextir
Xylitol, maltitol
Stevia
Pálmasykur
Agave sýróp
Hlynsýróp
Hunang
Kanill, vanilla

Heilsukveðja,
Ásdís grasalæknir.